Stórmerkilegt að tillögurnar hafi verið felldar

Úr leik Stjörnunnar og Vals síðasta sumar.
Úr leik Stjörnunnar og Vals síðasta sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Það er eiginlega stórmerkilegt að tillögurnar um fjölgun leikja í efstu deild karla í fótbolta sem lagðar voru fyrir ársþing KSÍ á laugardaginn skyldu hvorug fá nægilega mikinn stuðning, eins og fjallað er um hér til hliðar.

Niðurstöðurnar sýna að í kringum 45 prósent þingfulltrúa lögðust gegn hvorri tillögu fyrir sig. Sem var nóg því tillögurnar þurftu 67 prósent atkvæða til að verða samþykktar.

Þar sem félög tveggja efstu deilda karla réðu ásamt venslafélögum sínum úr neðri deildum yfir meiru en 70 prósentum atkvæða á þinginu er greinilegt að margir þeirra sem vildu að tillaga Fram um fjórtán lið í stað tólf yrði samþykkt kusu eftir að hún hafði verið felld gegn tillögu starfshóps KSÍ um fjölgun leikja.

Og þar með sitja allir uppi með þá niðurstöðu að engu verði breytt og væntanlega þurfi að bíða ársins 2023 til að fá fram fleiri leiki.

Þetta skilur eftir sig margar spurningar. Er 67 prósent þröskuldurinn til að breytingar verði samþykktar of hár?

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert