Engir erlendir áhorfendur á leikunum í sumar?

Ólympíuleikarnir eru enn kenndir við árið 2020 þótt þeir fari …
Ólympíuleikarnir eru enn kenndir við árið 2020 þótt þeir fari fram í ár. AFP

Japanska ríkisstjórnin er með fyrirætlanir um að engir erlendir áhorfendur fái að mæta á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, af ótta við að það myndi stuðla að frekari útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.

Japanska dagblaðið Mainichi skýrir frá þessu í dag og vitnar í margar ónafngreindar heimildir.

Endanleg ákvörðun í þessum efnum verður tekin síðar í þessum mánuði eftir viðræður við Alþjóðaólympíunefndina og fleiri aðila tengda leikunum, samkvæmt Mainichi.

Leikarnir eiga að hefjast í japönsku höfuðborginni 23. júlí og lýkur 8. ágúst. Þeir áttu að fara fram á sama tíma í fyrra en var þá frestað vegna farsóttarinnar.

mbl.is