Beið í tvo tíma eftir niðurstöðu

Jakob Ingebrigtsen kemur fyrstur í mark í gær.
Jakob Ingebrigtsen kemur fyrstur í mark í gær. AFP

Hlauparinn norski Jakob Ingebrigtsen kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum innanhúss í gær. Ingebrigtsen var hins vegar dæmdur úr leik skömmu eftir hlaupið þar sem hann fór út fyrir brautina.

Norðmaðurinn mótmælti harðlega og sagði að sér hefði verið ýtt af brautinni. Eftir rúmlega tveggja tíma bið komust dómarar loks að því að Ingebrigtsen hefði hlaupið löglega og því staðið uppi sem sigurvegari.

Ingebrigtsen hefur einu sinni áður unnið gullverðlaun á EM innanhúss en Norðmaðurinn tvítugi kom fyrstur í mark í 3.000 metra hlaupi á EM í Glasgow fyrir tveimur árum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert