Völsungur og Afturelding í undanúrslit

Völsungskonur fagna sigrinum á Álftanesi.
Völsungskonur fagna sigrinum á Álftanesi. Ljósmynd/640.is

Völsungur er kominn í undanúrslit í bikarkeppni kvenna í blaki og Afturelding í undanúrslit í bikarkeppni karla eftir sigra í hörkuleikjum í dag.

Völsungur er á toppi 1. deildar kvenna og lagði úrvalsdeildarlið Álftaness að velli á Húsavík, 3:2.

Dregið var til undanúrslitanna eftir leik og Völsungur dróst gegn KA en í hinum leiknum mætast Afturelding og HK. Leikið verður í Digranesi næsta föstudag, 12. mars.

Afturelding vann KA 3:0 í átta liða úrslitum karla að Varmá og er komið í undanúrslitin ásamt Hamri og HK. Síðasti leikur átta liða úrslitanna er á morgun þegar Fylkir mætir Vestra.

mbl.is