Nevena þrefaldur Íslandsmeistari

Nevena Tasic fór á kostum í dag.
Nevena Tasic fór á kostum í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Nevena Tasic úr Víkingi gerði sér lítið fyrir og varð þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis er Íslandsmótið var haldið í TBR-íþróttahúsinu í dag. 

Hún bar sigur úr býtum í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Magnús Gauti Úlfarsson úr BH er tvöfaldur meistari en hann vann bæði í einliða- og tvíliðaleik. 

Úrslit Íslandsmótsins í borðtennis: 

Einliðaleikur kvenna

  1.  Nevena Tasic Víkingi
  2.  Sól Mixa BH

3-4.  Agnes Brynjarsdóttir Víkingi

3-4.  Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingi

Einliðaleikur karla 

  1.  Magnús Gauti Úlfarsson BH
  2.  Ingi Darvis Víkingi

3-4.  Magnús J. Hjartarson Víkingi

3-4.  Birgir Ívarsson BH

Tvenndarkeppni:

  1.  Nevena Tasic/Ingi Darvis Víkingi
  2.  Magnús Gauti Úlfarsson/Sól Mixa BH

3-4.  Stella K. Kristjánsdóttir/Birgir Ívarsson Vík./BH

3-4.  Magnús J. Hjartarson/Agnes Brynjarsdóttir Víkingi

Tvíliðaleikur kvenna:

  1.  Nevena Tasic/Agnes Brynjarsdóttir Víkingi
  2.  Harriet Cardew/Sól Mixa BH

3-4.  Stella K. Kristjánsdóttir/Lóa Zink  Víkingi

3-4.  Lára Ívarsdóttir/Þóra Þórisdóttir KR

Tvíliðaleikur karla:

  1.  Birgir Ívarsson/Magnús Gauti Úlfarsson BH
  2.  Ingi Darvis/Magnús J. Hjartarson Víkingi

3-4.  Hákon Atli Bjarkason/ Björgvin Ingi Ólafsson ÍFR/HK

3-4.  Ellert Georgsson/Pétur Gunnarsson KR

mbl.is