Hvað er ég að gera á Íslandi?

„Það hefur gerst aðeins of oft að ég hugsi hvað ég sé eiginlega að gera hérna,“ sagði Snorri Einarsson, fremsti skíðagöngumaður þjóðarinnar, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Snorri er fæddur í Noregi og á íslenskan föður og norska móður en hann æfði með norska landsliðinu lengi vel.

Árið 2016 ákvað hann hins vegar að byrja keppa fyrir íslenska landsliðið í norrænum alpagreinum og hann flutti til Íslands frá Noregi árið 2019.

„Ég náði mínum besta árangri í heimsbikarnum í fyrra þegar ég hafnaði í átjánda sæti í lengri göngu,“ sagði Snorri.

„Það var mikill hliðarvindur þarna sem mér fannst fyndið því fólk var alls ekki að fíla veðrið.

Þetta voru einhverjir átta til níu metrar á sekúndu og það telst til góðu daganna á Ísafirði,“ sagði Snorri meðal annars.

Viðtalið við Snorra í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert