Áhorfendur leyfðir á úrslitaleik

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, …
José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, leiða saman hesta sína á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins síðar í mánuðinum. AFP

Úrslitaleikur enska deildabikarsins í knattspyrnu, sem fer fram 25. apríl þegar Tottenham og Manchester eigast við, verður tilraunaviðburður en átta þúsund áhorfendur verða á leiknum.

Er þetta mesti áhorfendafjöldi á knattspyrnuleik á Bretlandseyjum frá upphafi kórónuveirufaraldursins.

Áhorfendum var hleypt aftur á leiki í desember en þá voru þeir í mesta lagi fjögur þúsund. Fljótlega voru þeir þó aftur bannaðir frá leikjum þegar breska afbrigði kórónuveirunnar sótti í sig veðrið.

Leikurinn verður notaður sem tilraun fyrir frekari hópamyndanir, að því er fram kemur á vef BBC.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur áður greint frá því að öllum takmörkunum vegna faraldursins verði aflétt 21. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert