Ólympíufari sigraðist á hvítblæði

Rikako Ikee
Rikako Ikee AFP

Japanska sundkonan Rikako Ikee er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar aðeins tveimur árum eftir að hún greindist með hvítblæði.

Ikee er aðeins tvítug en hún sló í gegn á Asíuleikunum árið 2018, vann til sex gullverðlauna og þótti líkleg til stórafreka áður en hún greindi sjálf frá veikindunum. Hún sagðist þó ætla að sigrast á þeim á sínum tíma og hefur heldur betur gert það.

Hún náði lágmarkinu inn á Ólympíuleikana með því að koma fyrst í mark í 100 metra flugsundi á móti í heimalandinu í gær en hún var á tímanum 57,77 sekúndunum. Hún byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr en í mars á síðasta ári eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi í tíu mánuði.

mbl.is