Beðið í startholum með sviðsmyndir

Daniela Wallen, Keflavík, og Helena Sverrisdóttir, Val, eru í harðri …
Daniela Wallen, Keflavík, og Helena Sverrisdóttir, Val, eru í harðri toppbaráttu í úrvalsdeild kvenna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleikssamband Íslands vinnur eftir tveimur sviðsmyndum varðandi áframhald á Íslandsmótinu þegar keppni verður leyfð á nýjan leik. Handknattleikssamband Íslands er líka með nokkuð skýrar línur varðandi framhaldið og hvernig hægt sé að ljúka yfirstandandi mótum á viðeigandi hátt og önnur sérsambönd eru í svipuðum startholum.

Núverandi sóttvarnareglur vegna kórónuveirunnar gilda til 15. apríl, eða í rúma viku til viðbótar, en æfingar og keppni í öllum íþróttagreinum hefur legið niðri frá 24. mars.

Kvennalandsliðið í handbolta hefur fengið undanþágu til æfinga vegna umspilsleikja fyrir HM en að öðru leyti hefur íþróttafólk hér á landi mest lítið getað hreyft sig í hálfan mánuð.

Hjá Körfuknattleikssambandinu er annars vegar miðað við að æfingar og keppni megi fara af stað 15. apríl og hins vegar að því seinki um eina til tvær vikur til viðbótar.

Hætta á að bikarkeppninni verði aflýst

Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, sagði við Morgunblaðið að þetta væru aðeins áætlanir enn sem komið er, enda ekki búið að staðfesta hvenær félögin geti farið af stað á ný.

„Við erum að fara yfir stöðuna og ætlum að nýta næstu daga til að finna flöt á þessu. Eina ákvörðunin sem hefur verið tekin er að halda fund með félögunum í þessari viku til að fara yfir málin,“ sagði Snorri.

Hann sagði að mesta hættan væri á því að bikarkeppni karla og kvenna, VÍS-bikarkeppninni, yrði aflýst en rétt væri að taka fram að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum. Þar áttu sextán liða úrslit karla og kvenna að fara fram dagana 21. og 22. apríl.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »