Ætlar að beina gremjunni í heppilegan farveg

Sveinbjörn Iura er í 61. sæti á heimslistanum í sínum …
Sveinbjörn Iura er í 61. sæti á heimslistanum í sínum þyngdarflokki í júdó. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Júdókappinn Sveinbjörn Iura má nú sætta sig við að dúsa í einangrun í útjaðri Antalya í Tyrklandi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir komuna til landsins. Sveinbjörn ferðaðist frá Georgíu ásamt föður sínum eftir að hafa keppt þar í alþjóðlegu móti. Til stóð að keppa einnig á alþjóðlegu móti í Tyrklandi en Sveinbjörn freistar þess að styrkja stöðu sína á heimslistanum með það fyrir augum að öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó eins og hefur komið fram í Morgunblaðinu á síðustu misserum.

„Við vorum vigtaðir fyrir mótið eins og gengur, þar sem keppt er í mismunandi þyngdarflokkum. Í framhaldi af vigtun greindist ég jákvæður varðandi veiruna. Þá var ég skikkaður í einangrun og pabbi einnig þótt hann hafi greinst neikvæður. Á tíunda degi munum við taka annað próf og við losnum þá ef við greinumst neikvæðir,“ sagði Sveinbjörn og þá verður stefnan tekin heim til Íslands.

Sveinbjörn lætur ágætlega af sér en hann greindist með veiruna síðasta fimmtudag, skírdag. „Heilsan er fín. Ég er smá slappur en ekki neitt yfirþyrmandi. Reyndar reynir lítið á mann þar sem maður er lokaður inni á hóteli. Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar. Sérstaklega þar sem margt er framundan hjá mér. Fyrir mig er auðvitað svekkjandi að missa af mótinu því maður er að berjast um sæti á heimslistanum,“ útskýrði Sveinbjörn. Hann tekur það fram að þótt mikið sé í húfi hjá honum í íþróttinni þá þurfi heilsan að vera í fyrirrúmi.

Viðtalið við Sveinbjörn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »