Nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

Erna Sóley Gunnarsdóttir.
Erna Sóley Gunnarsdóttir.

Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir úr ÍR setti í gær nýtt Íslandsmet í kúluvarpi kvenna utanhúss þegar hún kastaði 16,72 metra og sigraði á háskólamóti í Texas.

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir átti metið áður en hún kastaði 16,53 metra í Svíþjóð árið 2019. Frjálsíþróttasamband Íslands segir frá nýju meti Ernu á samfélagsmiðlum sínum en einnig er um að ræða aldursflokkamet í 20 til 22 ára flokki.

Nú á Erna metin bæði innan- og utanhúss en hún stórbætti eigið met innanhúss á móti í Bir­ming­ham í Ala­bama í febrúar. Hún keppir fyrir Rice-háskólann í Houston í Texas.

Erna vann yfirburðasigur á mótinu en Maia Campbell frá UTSA sem varð í öðru sæti kastaði 15,77 metra og Nu'uausala Tuilefano frá Houston-háskóla kastaði 15,07 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert