Dauðþreyttur á VAR

VAR-myndbandsdómgæslan er afar umdeild á Englandi.
VAR-myndbandsdómgæslan er afar umdeild á Englandi. AFP

Það verður bara að viðurkennast að maður er orðinn ansi þreyttur á VAR-myndbandsdómgæslunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hugmyndin er ekki vitlaus, ef hún virkar, en því miður fyrir alla áhugamenn um knattspyrnu þá virðist myndbandsdómgæslan skapa fleiri vandamál en hún leysir og það hefur margsannað sig á yfirstandandi tímabili.

Planið var að geta stuðst við myndbandsdómgæslu til þess að taka af allan vafa en það hefur engan veginn tekist og í staðinn stelur VAR fyrirsögnum eftir hverja einustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem er fyrst og fremst sorglegt í deild sem á að vera sú skemmtilegasta í heimi.

Myndbandsdómgæsla hefur reynst vel í mörgum íþróttum og þar ber eflaust hæst að nefna bandarískar íþróttir eins og í NFL-deildinni í ruðningi og NBA-deildinni í körfuknattleik.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »