Engir áhorfendur á íþróttaviðburðum

Það verður tómlegt í íþróttahúsum landsins.
Það verður tómlegt í íþróttahúsum landsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engir áhorfendur verða leyfðir á íþróttaviðburðum hér á landi á næstunni. Æfingar og keppni verða leyfðar á nýjan leik frá og með fimmtudegi en áhorfendur verða að láta sér að góðu verða að sitja heima.

Gert er ráð fyrir að settar reglur gildi í þrjár vikur, áður en ákvörðun um nýjar sóttvarnareglur taki gildi.

Frá vef Stjórnarráðs:

Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert