Gellur með G-strenginn upp úr

„Ég skipti úr áhaldafimleikum yfir í hópfimleika á sínum tíma,“ sagði Íris Mist Magnúsdóttir, tvöfaldur Evrópu- og Norðurlandameistari í hópfimleikum, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Íris Mist var sjö ára þegar hún byrjaði að æfa áhaldafimleika með Stjörnunni en árið 2002 ákvað hún að skipta yfir í hópfimleika.

Hún fékk leið á áhaldafimleikum og tók sér hlé í átta mánuði áður en hún byrjaði að æfa aftur af krafti.

„Það kom tími þar sem ég fann fyrir þreytu og ég var ekki alveg tilbúin að sætta mig við það að ég væri að missa áhugann á áhaldafimleikum,“ sagði Íris.

„Mér fannst heillandi að snúa mér að hópfimleikum því ég var í raun bara orðin södd á hinu og var í hópfimleikum í Stjörnunni í tvö ár,“ sagði Íris meðal annars.

Viðtalið við Írisi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is