Styttu bann heimsmeistarans

Christian Coleman varð heimsmeistari 2019 í Doha í Katar.
Christian Coleman varð heimsmeistari 2019 í Doha í Katar. AFP

Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, hefur stytt keppnisbann spretthlauparans Christian Coleman um sex mánuði.

Það er BBC sem greinir frá þessu en Coleman, sem er 25 ára gamall Bandaríkjamaður, er ríkjandi heimsmeistari í 100 metra hlaupi karla.

Hann var úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann í júní 2020 fyrir að missa af lyfjaprófi í þrígang.

Hann missir því af Ólympíuleikunum í Tókýó sem fram fara í sumar en getur tekið þátt á HM, innan- og utanhúss, á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert