Ekkert kynlíf, dóp eða rokk og ról

„Maður þurfti að læra og hafa fyrir hlutunum,“ sagði Marinó Kristjánsson, landsliðsmaður á snjóbretti, um námið í snjóbrettaskólanum í Geilo í Noregi í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Marinó ákvað ungur að fara í snjóbrettaskóla í Noregi en til þess að komast inn í skólann þurfti hann að taka sig á í náminu heima á Íslandi.

Menningunni í snjóbrettaheiminum hefur oft á tíðum verið líkt við menninguna í rokkheiminum svokallaða en lífið var öðruvísi hjá Marinó í Noregi.

„Þetta var nám sem var mjög samtvinnað snjóbrettinu í bland við styrktaræfingar,“ sagði Marinó.

„Þú þurftir að standa þig í náminu og þetta snerist ekki bara um snjóbrettin. 

Ég þurfti líka að standa á eigin fótum þarna úti og maður lærði helling af því,“ sagði Marinó meðal annars.

Viðtalið við Marinó í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert