Geysilega óvænt úrslit

Andrea Jóhannesdóttir stendur vaktina í marki Fjölnis í Egilshöllinni í …
Andrea Jóhannesdóttir stendur vaktina í marki Fjölnis í Egilshöllinni í kvöld. Morgunblaðið/Sigurður

Geysilega óvænt úrslit urðu í öðrum leik Fjölnis og Skautafélags Akureyrar í úrslitarimmunni um sigurinn á Íslandsmóti kvenna í íshokkíi í Egilshöllinni í kvöld. 

Fjölnir vann eftir framlengdan leik og vítakeppni. Jafnaði Fjölnir þar með 1:1 í úrslitunum og munu liðin mætast í oddaleik á Akureyri um titilinn. 

Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 3:3 en í framlengingunni varði Andrea Jóhannesdóttir öll þrjú víti SA og Laura Murphy skoraði úr víti fyrir Fjölni. 

Sveiflurnar á milli leikja voru gífurlegar því SA vann fyrsta leikinn á Akureyri 13:1. 

Fjölnir komst þrívegis yfir í leiknum. Laura Murphy skoraði fyrsta markið strax á 3. mínútu eftir stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur en Berglind Leifsdóttir var snögg að jafna eftir stoðsendingu frá Teresu Snorradóttur. Laura Murphy skoraði aftur fyrir Fjölni en Sunna Björgvinsdóttir jafnaði eftir stoðsendingu frá Jónínu Guðbjartsdóttur. 

Staðan var 2:2 að loknum fyrsta leikhluta og stóð þannig fram í þriðja leikhluta. Þá kom Sigrún Árnadóttir Fjölni í 3:2 en Hilma Bergsdóttir jafnaði eftir undirbúning Berglindar Leifsdóttur þegar þrettán mínútur voru eftir. 

Frá leik liðanna í Grafarvogi í kvöld.
Frá leik liðanna í Grafarvogi í kvöld. Morgunblaðið/Sigurður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert