Valinn fyrstur í nýliðavalinu

Trevor Lawrence þykir efnilegasti leikstjórnandinn í heiminum í dag.
Trevor Lawrence þykir efnilegasti leikstjórnandinn í heiminum í dag. AFP

Leikstjórnandinn Trever Lawrence var valinn fyrstur í nýliðavali bandarísku NFL-deildarinnar í ruðningi sem fram fór í Cleveland í Bandaríkjunum í nótt.

Lawrance, sem er 21 árs gamall, lék með Clemson-háskólanum á síðustu leiktíð en það voru Jagúarnir frá Jacksonville sem áttu fyrsta valrétt í ár.

Leikstjórnandinn er bæði hávaxinn og kraftmikill en hann býr yfir góðum leikskilningi og sendingargetu sem gerði hann að eftirsóttasta leikmanni nýliðavalsins í ár.

Þá var leikstjórnandinn Azch Wilson frá Brigham Young-háskólanum valinn annar af New York Jets en fimm fyrstu leikmennirnir sem voru valdir í nótt voru allt leikstjórnendur.

Er það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fyrstu fimm valréttirnir fara allir í leikstjórnendur en sjö af fyrstu valréttum nýliðavalsins í ár voru allt sóknarmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert