Afturelding og HK byrjuðu vel

HK hafði betur gegn Þrótti frá Neskaupstað.
HK hafði betur gegn Þrótti frá Neskaupstað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afturelding og HK eru með undirtökin í undanúrslitaeinvígjunum á Íslandsmóti kvenna í blaki eftir sigra á heimavöllum gegn KA og Þrótti frá Neskaupstað í kvöld.

Afturelding sigraði KA 3:2 að Varmá eftir gríðarlega baráttu. Hrinurnar enduðu 25:18, 11:25, 16:25, 25:22 og loks 16:14 fyrir Aftureldingu í upphækkaðri lokahrinu.

HK tók á móti Þrótti N í Fagralundi og vann tiltölulega öruggan sigur, 3:0. Hrinurnar enduðu 25:18, 25:17 og 25.22.

Leikir númer tvö fara fram á Akureyri og í Neskaupstað á laugardaginn. Ef til oddaleikja kemur fara þeir fram þriðjudaginn 11. maí.

mbl.is