Öruggt hjá HK og KA

Philip Szewczyk, leikmaður KA, í baráttunni á Neskapusstað í dag.
Philip Szewczyk, leikmaður KA, í baráttunni á Neskapusstað í dag. Ljósmynd/Sigga Þrúða

HK og KA fara vel af stað í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í blaki en bæði lið unnu góða sigra í fyrstu leikjum úrslitakeppninnar í dag.

KA vann 3:0-sigur gegn Þrótti frá Neskaupstað í Neskaupstað, 25:16, 25:19 og 25:23. Alexander Arnar Þórisson skoraði 13 stig fyrir KA og Oscar Fernández 10 stig.

Miguel Ramos var stigahæstur Þróttara með 12 stig og Andri Snær Sigurjónsson skoraði 8 stig.

Þá heimsótti HK lið Fylkis í Fylkishöllina í Árbæ þar sem Kópavogsliðið vann fyrstu þrjár hrinurnar, 25:23, 25:21 og 25:17, og leikinn því 3:0.

Síðari leikir liðanna fara fram á þriðjudaginn og verði einvígið jafnt að loknum tveimur leikjum verður spiluð gullhrina til að knýja fram úrslit.

mbl.is