Fólk heldur sínu striki í Laugardalnum

Ólympíuleikvangurinn í Tókýó verður aðalvettvangur leikanna í sumar.
Ólympíuleikvangurinn í Tókýó verður aðalvettvangur leikanna í sumar. AFP

Ólympíuleikarnir eiga að hefjast í Tókýó í Japan hinn 23. júlí og standa til 8. ágúst. Sextán dögum eftir að þeim lýkur hefjast Paralympics. Áfram eru leikarnir kallaðir 2020 því þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað vegna heimsfaraldursins.

Stjórnvöld í Japan tilkynntu í gær hertar takmarkanir á samkomum í landinu, þegar aðeins tíu vikur eru í að Ólympíuleikarnir hefjist. Um 350.000 undirskriftir hafa safnast þar sem þess er krafist að hætt verði við leikana.

Höfuðborgin Tókýó og önnur svæði voru fyrir á sérstöku neyðarstigi út maí, en þremur héruðum til viðbótar hefur nú verið bætt á slíkan lista, þar á meðal Hokkaido þar sem maraþonhlaup Ólympíuleikanna á að fara fram.

Morgunblaðið hafði í gær samband við Andra Stefánsson, sviðsstjóra afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ, og Jón Björn Ólafsson, íþróttafulltrúa ÍF. Hvernig meta þeir stöðuna á þessum tímapunkti? Verður hægt að halda leikana?

Allt gert til að klára dæmið

„Ég held að það verði allt gert til að láta dæmið ganga upp og leikarnir fari fram. Miðað við það sem við heyrum frá alþjóðaólympíunefndinni þá er verið að reyna að útvega bóluefni fyrir þátttakendur og reyna að finna lausnir til að draga úr áhættu. Þetta er það sem við heyrum að utan en auðvitað hefur maður áhyggjur miðað við hvernig staðan er í Tókýó,“ sagði Andri sem hefur umfangsmikla reynslu af Ólympíuleikum og hefur verið fararstjóri íslenska hópsins á slíkum mótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert