Dýrkaðir og dáðir í Leicester

Stjórnarformaðurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha fagnar bikarmeistaratitilinum með knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers.
Stjórnarformaðurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha fagnar bikarmeistaratitilinum með knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. AFP

Það var skemmtilegt að fylgjast með leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarformanni enska knattspyrnuliðsins Leicester fagna bikarsigrinum gegn Chelsea á laugardaginn en Leicester varð þar enskur bikarmeistari í fyrsta skipti.

Leicester er ekki í hópi þeirra „sex ríku“ sem hafa að mestu einokað bikar- og meistaratitlana á Englandi á seinni árum. Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með liðinu koma sér fyrir í einu af efstu sætum úrvalsdeildarinnar og brjóta „glerþakið“ með því að verða enskur meistari árið 2016 og enskur bikarmeistari árið 2021.

Þetta er aðeins í þriðja sinn á 26 árum sem lið sem telst ekki til þeirra „stóru“ í enska fótboltanum vinnur bikarinn. Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth unnu hann árið 2008 og svo Wigan öllum að óvörum árið 2013.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert