Íþróttafólk ósátt við sóttvarnayfirvöld

Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í …
Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er ósáttur við íslensk sóttvarnayfirvöld en hann sendi frá sér áhugaverða færslu á samfélagsmiðlum í gær.

Þar gagnrýndi hann ákvörðun yfirvalda að veita Eurovision-teymi Íslands undanþágu í bólusetningu en Daði og Gagnamagnið stíga á svið fyrir hönd Íslands í Rotterdam í Hollandi í Eurovision í ár á laugardaginn kemur.

Anton Sveinn er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast í júlí en þegar það kom fyrst til tals að veita íþróttafólki forgang í bólusetningu sagði Þórólfur erfitt að velja fólk eftir mikilvægi.

„Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ sagði Anton á Twitter en fyrrverandi atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir tekur undir færslu Antons með orðunum „Galið dæmi.“

mbl.is