Grét klukkustundum saman

„Ég gerði mér mjög erfitt fyrir oft og tíðum,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í spjótkasti og þrefaldur ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ásdís, sem byrjaði að æfa frjálsar íþróttir þegar hún var tólf ára gömul, var afar hörð við sjálfa sig í gegnum ferilinn.

Hún setti markið hátt og því var fallið oft ansi hátt þegar hlutirnir fóru ekki eins og hún ætlaði sér.

„Metnaðurinn var svo mikill og ég átti þess vegna mjög erfitt með að höndla það þegar mér gekk ekki vel,“ sagði Ásdís.

„Ég var með álagsbrot í fæti á EMU23-ára í Erfurt í Þýskalandi árið 2005. Ég hafði ekki kastað spjóti í mánuð í aðdraganda mótsins en næ samt að kasta 53,78 metra á mótinu sem er bara fínn árangur. Ég ætlaði að ná mér í verðlaun á þessu móti en enda í fjórða sæti.

Ég eyddi klukkustundum saman grenjandi inni á hótelherbergi eftir mótið og það eyðilagði algjörlega lífsreynsluna því ég man sem dæmi ekkert eftir leikvangingum sjálfum eða mótinu en ég man mjög vel eftir þessu tiltekna hótelherbergi ,“ sagði Ásdís.

Viðtalið við Ásdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert