Stjarnan tvöfaldur Íslandsmeistari

Kvenna- og karlalið Stjörnunnar sýnir afrakstur dagsins.
Kvenna- og karlalið Stjörnunnar sýnir afrakstur dagsins. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Kvenna- og karlalið Stjörnunnar fóru mikinn á Íslandsmótinu í hópfimleikum á Akranesi í dag. Bæði lið fögnuðu sigri með miklum yfirburðum en í 1. flokki kvenna stóð Gerpla uppi sem sigurvegari.

Kvennalið Stjörnunnar fékk 59.150 stig og vann einnig Íslandsmeistaratitla á öllum áhöldum. Í öðru sæti var lið Gerplu með 56.800 stig, í því þriðja var lið Stjörnunnar 2 með 48.450 stig.

Karlalið Stjörnunnar 1 hlaut 54.700 en liðið vann einnig Íslandsmeistaratitla á öllum áhöldum. Lið Stjörnunnar 2 varð í öðru sæti með 44.300 stig.

Í 1. flokki kvenna fékk Gerpla 50.350 stig en liðið fór einnig með sigur af hólmi í gólfæfingum og á trampólíni. Í öðru sæti var lið Stjörnunnar með 48.700 stig en liðið sigraði einnig í æfingum á dýnu. Í þriðja sæti voru núverandi bikarmeistarar Selfoss, en þær fengu alls 45.550 stig.

Lið Gerplu fagnaði sigri í 1. flokki kvenna.
Lið Gerplu fagnaði sigri í 1. flokki kvenna. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert