Bitinn af hundi í miðju hlaupi

„Ég tel mig vera með ansi harðan haus en stundum verður maður mjög bugaður,“ sagði Þorbergur Ingi Jónsson, einn fremsti langhlaupari landsins, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Þorbergur lék 87 leiki með Fjarðabyggð í tveimur deildum áður en hann ákvað að byrja æfa frjálsar íþróttir í kringum 22 ára aldurinn.

Hann hefur fimm sinnum tekið þátt í Ultra-Trail du Mont-Blanc-langhlaupinu í Chamonix í Frakklandi en hann náði sínum besta árangri í Chamonix árið 2017 í 101 kílómetra hlaupi þegar hann hafnaði í sjötta sæti.

„Ég set mér markmið fyrir öll hlaup og stefni alltaf að því að enda á palli,“ sagði Þorbergur.

„Það er raunhæfur möguleiki enda um ultrahlaup að ræða og það getur allt gerst. Ég enda í sjötta sæti árið 2017 og þar hitti ég á það.

Ég var reyndar bitinn af hundi á miðri leið og var í fimmta sæti þegar það ræðst allt í einu einhver hundur á mig,“ sagði Þorbergur.

Viðtalið við Þorberg í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert