Ólympíudraumurinn úr sögunni

Sveinbjörn Iura.
Sveinbjörn Iura. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Júdómaðurinn Sveinbjörn Iura féll úr leik í 1. umferð á HM í Búdapest í dag. Nú er ljóst að hann á ekki lengur möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast í næsta mánuði.

Sveinbjörn, sem leikur í -81 kg flokki mætti Lee Sung-ho frá Suður-Kóreu í fyrstu umferðinni og mátti þola tap.

Sveinbjörn gaf það út á dögunum að hann ætlaði sér á leikana og ferðaðist hann heimshlutanna á milli til að taka þátt á sterkum mótum. Að lokum nægði það ekki til.

Hann varð fyrir áfalli í byrjun apríl þegar hann greindist með kórónuveiruna þegar til stóð að keppa á alþjóðlegu móti í Tyrklandi og hafði það áhrif á möguleika hans á lokasprettinum. 

mbl.is