UEFA krefst þess að Úkraína breyti treyjunni

Forseti Úkraínu Volodymyr Zelensky með treyjunni umdeildu. Í hálsmálinu má …
Forseti Úkraínu Volodymyr Zelensky með treyjunni umdeildu. Í hálsmálinu má sjá glitta í slagorðið. AFP

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur krafist þess að Úkraína fjarlægi hernaðarslagorð af treyju landsliðsins fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst á morgun.

Slagorðið „dýrð sé hetjum okkar” er sá hluti treyjunnar sem UEFA gerir athugasemdir við. Slagorðið hlaut endurnýjun lífdaga meðal hermanna Úkraínu þegar Rússar réðust inn í Krímskaga en á rætur sínar að rekja til síðari heimsstyrjaldar.

UEFA gerir hins vegar ekki athugasemdir við að Krímskagi sé hluti af Úkraínu á treyjunni sem Rússar höfðu áður gert athugasemdir við.

Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins fagnaði tilkynningunni en fréttaveitan AFP hefur eftir henni: „Íþróttir eru ekki vígvöllur heldur vettvangur keppni. Ef þið vinnið hetjudáð á vellinum munið þið fá ykkar dýrð. Látið þá verkin tala en ekki þjóðerniskennd slagorð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert