Óbreytt fyrirkomulag á Meistaramóti Íslands

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri í …
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri í ár. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram fram á morgun og á sunnudaginn og er tveggja daga mót líkt og undanfarin ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Til stóð að mótið færi aðeins fram á morgun, laugardaginn 12. júní, vegna slæmrar veðurspár á sunnudeginum en því hefur nú verið breytt á nýjan leik.

„Stjórn FRÍ hefur ákveðið að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ að Meistaramót Íslands sem er á Akureyri 12.-13. júní verði tveggja daga mót eins og lagt upp var með,“ segir í tilkynningu FRÍ.

„ Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is