Kristín og Raj stóðu uppi sem sigurvegarar

Raj K. Bonifacius og Kristín Inga Hannesdóttir fögnuðu sigri á …
Raj K. Bonifacius og Kristín Inga Hannesdóttir fögnuðu sigri á Stórmóti Víkings. Ljósmynd/Tennissamband Íslands

Kristín Inga Hannesdóttir og Raj K. Bonifacius úr tennisklúbbi Víkings stóðu uppi sem sigurvegarar í meistaraflokki kvenna og karla á Stórmóti Víkings TSÍ í gær.  

Kristín lagði Telmu Sól Sulem frá Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur, 6-0, 6-0 í úrslitaleik, á meðan Raj var úrskurðaður sigur gegn Oscari Mauricio Uscategui, úr Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur, vegna meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum mótsins.   

Meistaraflokkur kvenna
1. Kristín Inga Hannesdóttir (Víkingur)
2. Telma Sól Sulem (Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur) 

Meistaraflokkur karla
1. Raj K. Bonifacius (Víkingur)
2. Oscar Mauricio Uscategui (Hafna- og mjúkboltafélag Rvk)
3. Magnús K. Sigurðsson (Víkingur)

Næsta keppnismót á mótaröð Tennissambandsins verður Íslandsmótið utanhúss sem fer fram dagana 21.-28. júní.

mbl.is