Bætti við þriðja gullinu

Gló­dís Edda Þuríðardótt­ir í hlaupinu í dag.
Gló­dís Edda Þuríðardótt­ir í hlaupinu í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

ÍR-ingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var með yfirburði í kúluvarpi á 95. Meist­ara­móti Íslands í frjálsíþrótt­um á Þór­svelli á Ak­ur­eyri í dag. Hún kastaði lengst 16 metra, tæpum sex metrum lengra en Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir úr KFA sem varð önnur. Katharina Ósk Emilsdóttir úr ÍR vann kringlukast af öryggi en hún kastaði lengst 40,29 metra.

Gló­dís Edda Þuríðardótt­ir úr KFA, sem vann tvær greinar í gær, bætti við þriðja gullinu er hún kom fyrst í mark í 400 metra grindahlaupi kvenna á tímanum 1:01.36 mínútu. Í langstökkinu var Blikinn Birna Kristín Kristjánsdóttir best en hún stökk 5,80 metra.

Katharina Ósk Emilsdóttir vann í kringlukasti.
Katharina Ósk Emilsdóttir vann í kringlukasti. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Eva María Baldursdóttir úr HSK/Selfossi vann hástökk en hennar besta stökk var 1,65 metrar. Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni stökk sömu hæð en hafnaði í öðru sæti þar sem hún felldi lægri hæðir oftar en Eva.  

Sigurþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA vann 5000 metra hlaupið á sínum besta árangri til þessa en hún hljóp á 17:59,64 mínútum. Ísold Sævarsdóttir úr ÍA bætti sinn besta árangur í 800 metra hlaupi er hún kom fyrst í mark á 2:15,93 mínútum.

Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR vann 100 metra hlaup á 12,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth voru ekki með í greininni að þessu sinni, þar sem aðstæður voru erfiðar og nokkur meiðslahætta. Loks vann sveit Fjölnis 4x400 metra boðhlaup, en sveitin hljóp á 4:15,61 mínútum.

Birna Kristín Kristjánsdóttir stökk lengst í langstökki.
Birna Kristín Kristjánsdóttir stökk lengst í langstökki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert