Íslandsmeistaramótið á Þingvöllum

Ágústa Edda Björnsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari í götuhjólreiðum.
Ágústa Edda Björnsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari í götuhjólreiðum. Ljósmynd/Hörður Ragnarsson

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum fer fram á Þingvöllum á morgun en það er hjólreiðafélagið Tindur sem stendur á bak við mótið í ár.

Keppt verður í mörgum flokkum á morgun, allt frá 34 kílómetra vegalengd upp í 135 kílómetra vegalengdir. 

Keppni hefst klukkan 9 í fyrramálið og mun hún standa fram eftir degi en búast má við umferðartöfum í Grímsnesi fyrir hádegi á morgun og á Þingvallasvæðinu vegna Íslandsmeistaramótsins að því er fram kemur í fréttatilkynningu mótshaldara.

Hjólreiðafélagið Tindur er stolt af því að fá að halda þetta mót og leggur metnað sinn í að gera mótið sem veglegast,“ segir í tilkynningu hjólreiðafélagsins Tinds.

„Við þökkum þjóðgarðinum, vegagerðinni, lögreglu og íbúum svæðisins fyrir samstarfið,“ segir enn fremur í fréttatilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert