Útsendingar af Opna Valorant hafnar

Úr útsendingu af Opna Valorant
Úr útsendingu af Opna Valorant Skjáskot/twitch.tv/rafithrottir

Opna Valorant – íslenskt mót í tölvuleiknum Valorant – hófst 10. júní síðastliðinn og mun spilast þar til 20. júlí, eins og mbl greindi frá í síðustu viku.

Í tilkynningu frá mótsstjórn mótsins kom fram að áætlað væri að senda út frá ákveðnum leikjum mótsins á þriðjudagskvöldum og virðist sem það hafi staðist, en fyrsta útsending frá mótinu var á þriðjudaginn á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands.

Einungis var sýnt frá einni viðureign á mótinu það kvöldið en það voru liðin Ótti og Leynd sem mættust í best-af-2 viðureign í borðunum Ascent og Bind.

Fyrri leikur

Fyrri leikur liðanna var í Ascent og byrjuðu Leynd í vörn. Við tók spennandi leikur þar sem Leynd höfðu yfirhöndina, en þó með litlu, og var staðan 8-4 Leynd í vil þegar kom að hálfleik. Í kjölfarið sýndi Ótti þó takta sína í vörn og raðaði liðið nokkuð örugglega saman hvorki meira né minna en 9 umferðum í röð. Leynd virtist ekki hafa nein svör og var lokastaða 13-8 fyrir Ótta.

Staðan í hálfleik í fyrri leik liðanna.
Staðan í hálfleik í fyrri leik liðanna. Skjáskot/twitch.tv/rafithrottir

Seinni leikur

Seinni leikur liðanna var í Bind og byrjuðu þar Ótti í vörn þar sem liðið gerði Leynd lífið aftur erfitt. Leynd náðu þó í þetta skiptið að vinna þrjár umferðir í sókn og var staðan í hálfleik 9-3 Ótta í vil. Ótti hélt keyrslunni áfram í seinni hálfleik og að lokum náðu Leynd ekki nema einni umferð í viðbót – lokastaða 13-4 fyrir Ótta.

Leikmaður Ótta, peter, fékk ás í fyrstu umferð seinni hálfleiks …
Leikmaður Ótta, peter, fékk ás í fyrstu umferð seinni hálfleiks í seinni leik liðanna Skjáskot/twitch.tv/rafithrottir

Mótið heldur áfram

Með því er ljóst að Ótti byrja riðilinn ágætlega í efri deild mótsins en Leynd verða að setjast aftur við teikniborðið og athuga hvað hefði mátt fara betur. Hægt verður að fylgjast með því hvernig þeim gengur í framhaldinu á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands, www.twitch.tv/rafithrottir, á þriðjudagskvöldum klukkan 20:30.

mbl.is