Hlynur og Baldvin náðu lengst í Búlgaríu

Hlynur Andrésson eftir sigurinn í 5.000 m hlaupinu í Stara …
Hlynur Andrésson eftir sigurinn í 5.000 m hlaupinu í Stara Zagora. Ljósmynd/FRÍ

Hlaupararnir Hlynur Andrésson frá Vestmannaeyjum og Baldvin Þór Magnússon frá Akureyri náðu lengst íslensku keppendanna á fyrri degi 2. deildar Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum í Stara Zagora í Búlgaríu í gær.

Hlynur sigraði í 5.000 metra hlaupi á 14:13,73 mínútum, og varð sjö sekúndum á undan næsta manni, og Baldvin varð þriðji í 1.500 metra hlaupi karla á 3:47,54 mínútum.

Ísland er í níunda og síðasta sæti eftir fyrri daginn en þarf þó ekki að óttast fall niður í 3. deild. Tólf þjóðir áttu að vera í 2. deildinni en Ísrael og Austurríki drógu sig út vegna kórónuveirusmita og Rússland fellur sjálfkrafa niður í 3. deild þar sem landið er í banni hjá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu.

Baldvin Þór Magnússon varð þriðji í 1.500 m hlaupinu.
Baldvin Þór Magnússon varð þriðji í 1.500 m hlaupinu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Stigatala þjóðanna er sú að Ungverjaland er með 138,50 stig, Danmörk 133 stig, Slóvenía 119,50 stig, Slóvakía 108 stig, Litháen 100 stig, Búlgaría 100 stig, Lettland 93,50 stig, Króatía 89,50 stig og Ísland rekur lestina með 58 stig.

Kristján Viggó Sigfinnsson varð í 4. sæti í hástökki með 2,13 metra.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í 6. sæti í 100 m hlaupi á 11,79 sekúndum.

Sveit Íslands í 4x100 m boðhlaupi kvenna varð í 6. sæti á 45,96 sekúndum.

Ívar Kristinn Jasonarson varð í 7. sæti í 400 m grindahlaupi á 54,64 sekúndum.

Hulda Þorsteinsdóttir varð í 7. sæti í stangarstökki með 3,40 metra.

Irma Gunnarsdóttir varð í 7. sæti í þrístökki með 12,67 metra.

Íris Anna Skúladóttir varð í 7. sæti í 3.000 m hindrunarhlaupi á 11:32,95 mínútum.

Katharína Ósk Emilsdóttir varð í 8. sæti í kringlukasti með 43,60 metra.

Vilhjálmur Árni Garðarsson varð í 8. sæti í sleggjukasti með 56,94 metra.

Kristján Viktor Kristjánsson varð í 8. sæti í kúluvarpi með 15,94 metra.

Sveit Íslands varð í 8. sæti í 4x100 m boðhlaupi karla á 41,69 sekúndum.

Glódís Edda Þuríðardóttir varð í 9. sæti í 400 m grindahlaupi á 61,57 sekúndum.

Björg Gunnarsdóttir varð í 9. sæti í 800 m hlaupi á 2:14,40 mínútum.

Dagur Andri Einarsson varð í 9. sæti í 100 m hlaupi á 11,19 sekúndum.

Þórdís Eva Steinsdóttir varð í 9. sæti í 400 m hlaupi á 56,85 sekúndum.

Bjarni Anton Theodórsson varð í 9. sæti í 400 m hlaupi á 50,29 sekúndum.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð í 9. sæti í 3.000 m hlaupi á 10:23,44 mínútum.

María Rún Gunnlaugsdóttir varð í 9. sæti í spjótkasti með 39,18 metra.

Kristinn Torfason varð í 9. sæti í langstökki með 6,70 metra.

Seinni hluti mótsins fer fram í Stara Zagora í dag.

mbl.is