Íslensk hjón bættu heimsmetið

Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir bættu í gær heimsmetið.
Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir bættu í gær heimsmetið. Ljósmynd/Bogfimisamband Íslands

Hjónin Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir bættu í gær heimsmetið í paraflokki 50 ára og eldri í bogfimi. Albert og Sveinbjörg fengu 1.237 stig og bættu metið um rétt tæplega 200 stig.

Íslensku hjónin bættu heimsmetið í undankeppni heimsbikarmótsins í París. Áttu þau fyrra metið sjálf en þau fengu 1.040 stig á heimsbikarmótinu í Berlín árið 2019, sem þá var heimsmet.

Samkvæmt frétt á heimasíðu Bogfimisambandsins bíður heimsmetið enn staðfestingar frá Alþjóðabogfimisambandinu.

mbl.is