Erum jafn misjöfn og við erum mörg

Naomi Osaka
Naomi Osaka AFP

Á dögunum kom upp athyglisvert mál í tennisheiminum þegar Naomi Osaka dró sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis.

Málið var rakið í fréttum í snemma í mánuðinum. Osaka er ein bjartasta vonin í íþróttinni og rúmlega það. Hún hefur þegar unnið fjórum sinnum á risamótunum (Grand Slam-mótunum) og fékk Laureus-verðlaunin sem íþróttakona ársins í heiminum fyrir árið 2020. Hún greindi frá glímu sinni við þunglyndi og félagskvíða þegar hún útskýrði í tilkynningu hvers vegna ekkert varð úr þátttöku hennar á mótinu. Fyrir hana hefur verið íþyngjandi að vera í sviðsljósi fjölmiðla.

Hafði hún tekið þá ákvörðun að mæta ekki á blaðamannafundi eftir leiki sína í mótinu og var sektuð í framhaldinu. Mótshaldarar voru mjög gagnrýndir fyrir hvernig þeir héldu á málum og ef til vill mun fólk í íþróttahreyfingunni draga lærdóm af máli Osaka.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert