Sturtuðu öllu niður í klósettið

„Það voru gríðarleg vonbrigði að vera ekki valin frjálsíþróttakona FH árið 2020,“ sagði Vigdís Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Vigdís byrjaði að æfa frjálsar íþróttir árið 2012, þá 16 ára gömul, en hún varð Íslandsmeistari í sleggjukasti sjö ár í röð, frá 2014 til 2020.

Árið 2020 átti hún sitt besta ár þar sem hún bætti Íslandsmetið í greininni í fimmgang, ásamt því að verða Íslandsmeistari í sjöunda sinn á Meistaramóti Íslands á Þórsvelli á Akureyri.

„Ég átti mjög stórt tímabil í fyrra og mér fannst ég og Hilmar [Örn Jónsson] standa upp úr hjá FH ef horft er á heildarmyndina allavega,“ sagði Vigdís.

„Það var hins vegar ákveðið að horfa á afreksstigin þegar kom að valinu á frjálsíþróttakonu FH,“ sagði Vigdís en Þórdís Eva Steinsdóttir var útnefnd frjálsíþróttakona FH og átti hún a.m.k þrjú 200 metra hlaup og eitt 400 metra hlaup sem voru stigahærri en afrek Vigdísar. 

Þetta var bara eins og öllum mínum afrekum hefði verið sturtað niður í klósettið,“ sagði Vigdís meðal annars.

Viðtalið við Vigdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert