Þú kemur alltaf heim í fýlu

„Það kom ákveðinn tímapunktur þar sem mér fannst ég missa allt úr höndunum,“ sagði Vigdís Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Vigdís, sem er 25 ára gömul, tilkynnti nokkuð óvænt á dögunum að hún væri hætt í sleggjukasti eftir Meistaramót Íslands á Akureyri.

Hún hefur stundað háskólanám í Bandaríkjunum undanfarin ár en síðustu tvö tímabil hefur æfingaaðstaða hennar hér á landi verið af skornum skammti. 

„Ég hefði mögulega átt að sitja aðeins á þessari ákvörðun og hugsa hana aðeins betur,“ sagði Vigdís.

„Daginn eftir sá ég ekki eftir neinu og þetta var klárlega rétt ákvörðun hjá mér á þessum tímapunkti. Ég þurfti að slíta mig frá þessu og hausinn var kominn í algjöra köku.

Ég lagði mikið á mig en fékk svo gott sem ekkert út úr því. Ég fann ekki gleðina í þessu lengur og glasið var alltaf hálftómt,“ sagði Vigdís meðal annars.

Viðtalið við Vigdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert