Þjálfarinn móðgaðist og rak hana úr liðinu

„Ég byrjaði í háskólanámi í Louisiana því mér leist mjög vel á þjálfarann í skólanum,“ sagði Vigdís Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Vigdís, sem er 25 ára gömul, er á fullum háskólastyrk í Bandaríkjunum en árangur hennar á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu vakti athygli háskóla í Bandaríkjunum.

Hún hélt utan til náms í janúar árið 2018 en sumarið 2018 ákvað þjálfarinn sem fékk hana út að hætta hjá skólanum.

„Þjálfarinn sem fékk mig út hringir í mig um sumarið og tjáir mér að hann sé kominn með starf í öðrum háskóla og sé þar af leiðandi á förum,“ sagði Vigdís.

„Það kom nýr þjálfari þarna um haustið og ég náði engu sambandi við hann. Hann var rétt eldri ég, fyrrverandi spjótkastari, og hafði enga reynslu í hæsta gæðaflokki.

Hann vildi meðal annars að ég hjálpaði nýju krökkunum í liðinu að æfa sleggjukast og það var nokkuð sem ég átti alls ekki að vera að fókusera á,“ sagði Vigdís meðal annars.

Viðtalið við Vigdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert