Aldrei jafn vel undirbúinn

Anton Sveinn McKee er klár í slaginn í Tókýó.
Anton Sveinn McKee er klár í slaginn í Tókýó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sundkappinn Anton Sveinn McKee mun í ár taka þátt á sínum þriðju Ólympíuleikum þegar hann keppir í 200 metra bringusundi á leikunum í Tókýó í Japan. Hann tók einnig þátt á leikunum í London árið 2012 og í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016.

Hann segist afar spenntur fyrir því að taka þátt og hafi aldrei verið jafn reiðubúinn til þess að keppa, en Anton keppir í undanrásum á þriðjudaginn og síðan í undanúrslitum á miðvikudag ef hann kemst áfram.

„Þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Þetta er bara Disneyland fyrir íþróttafólk. Því oftar sem maður fer á leikana því meiri reynslu tekur maður með sér og ég hef aldrei verið jafn tilbúinn í þá. Þetta verður fáránlega skemmtilegt held ég,“ sagði Anton við Morgunblaðið.

Þátttaka hans á leikunum í þetta skiptið átti sér öllu lengri aðdraganda en gengur og gerist. „Ég útskrifaðist úr háskóla í Bandaríkjunum árið 2017 og tók þá ákvörðun um að hætta og fara að gera eitthvað annað, sjá hvað væri í boði fyrir mig í lífinu. Ég fór þá að vinna í Bandaríkjunum, við ráðgjöf hjá Ernst & Young, og sinnti því einvörðungu í nokkra mánuði. Stuttu seinna, í lok 2017, byrjaði ég aðeins að dútla aftur í sundi bara upp á gamanið.

Ég fór þá að hafa aðeins meiri ánægju af því. Ég hafði áður alltaf verið að keppa fyrir einhver lið og það var alltaf ákveðin pressa sem fylgdi því. Mér þótti gaman að bæði vinna og synda, gerði það í um það bil tvö ár og tókst einhvern veginn að bæta mig þrátt fyrir að minnka við mig þegar kom að æfingum. Það var ekki hægt að leggja mikla áherslu á að synda því ég var að vinna svo rosalega mikið. En mér tókst að ná lágmarkinu í 200 metra bringusundi árið 2019 á heimsmeistaramótinu í Gwangju [í Suður-Kóreu],“ útskýrði Anton.

Sjáðu viðtalið í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »