Ungmennalandsmótinu frestað: Afar þungbær ákvörðun

Kátir keppendur á unglingalandsmóti sem fellur nú niður annað árið …
Kátir keppendur á unglingalandsmóti sem fellur nú niður annað árið í röð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands sem fram átti að fara á Selfossi um verslunarmannahelgina hefur verið frestað vegna samkomutakmarkana sem settar voru á í gær og það fellur því niður annað árið í röð.

„Þetta er afar þungbær og erfið ákvörðun. Við erum með tárin í augunum því margir hafa lagt hart að sér að gera það að veruleika og mörg börn og ungmenni búin að áforma að njóta helgarinnar með fjölskyldum sínum og vinum.

Því miður er ómögulegt að halda mótið með ábyrgum hætti innan þeirra takmarkana sem settar hafa verið og því verðum við að fresta mótinu,“ segir Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ, á vef sambandsins.

Þar segir enn fremur:

Þórir segir ómögulegt að líta fram hjá framlagi sjálfboðaliða HSK við undirbúning Unglingalandsmótsins. Þeir hafi lagt mikið á sig nú tvö ár í röð við undirbúning móta sem ekki fara fram. Ætla megi að um 3.000 klukkustundir sé þegar búið að vinna auk þess sem hátt í 200 sjálfboðaliðar hefðu unnið á hverjum degi á mótinu sjálfu. Mikil verðmæti hafi því orðið að engu í núverandi Covid-bylgju.

Fram kemur að þeir sem hafa þegar skráð sig á mótið fái endurgreitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert