Þórdís varði titilinn í sjöþrautinni

Þórdís Eva Steinsdóttir tekur á móti verðlaunum sínum í dag.
Þórdís Eva Steinsdóttir tekur á móti verðlaunum sínum í dag. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson.

Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH varð í dag Íslandsmeistari í sjöþraut en Meistaramóti Íslands í fjölþraut lýkur á Kópavogsvelli í dag. 

Þórdís Eva fékk samtals 4.670 stig en í fyrra fékk hún 4.718 stig sem er hennar besti árangur til þessa í þraut. 

Þórdís í 800 metra hlaupinu eða síðustu greininni.
Þórdís í 800 metra hlaupinu eða síðustu greininni. Sigurdur Unnar Ragnarsson

Kristín Birna Ólafsdóttir Johnson úr ÍR keppti einnig í sjöþrautinni en náði ekki að ljúka henni. Kristín gat verið með í fyrstu fjórum greinunum en eftir það fékk Þórdís ekki samkeppni. Kristín vann fyrstu greinina og keppnin var í járnum eftir þrjár greinar. 

Árangur og stig Þórdísar í einstökum greinum: 

100 metra grindahlaup: 15,38 sekúndur, 762 stig. 

Hástökk: 1,68 metrar, 830 stig. 

Kúluvarp: 9,75 metrar, 513 stig.

200 metra hlaup: 25,42 sekúndur, 849 stig.

Langstökk: 5,24 metrar, 626 stig.

Spjótkast: 30,25 metrar, 481 stig.

800 metra hlaup: 2:36,90 mínútur, 609 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert