Styttist í Morgunblaðshringinn

Mótið er haldið á hverju ári.
Mótið er haldið á hverju ári. mbl.is/Árni Sæberg

Fjallahjólamótið Morgunblaðshringurinn fer fram mánudaginn 9. ágúst og er skráning keppenda til leiks enn í fullum gangi.

Hjólað verður á svæðinu við Rauðavatn, Há­deg­is­hæð og Para­dís­ar­dal þar sem er ágæt blanda af stutt­um en brött­um brekk­um og beinni köfl­um.

Keppn­i hefst og lýk­ur við skrif­stof­ur Morg­un­blaðsins og mbl.is og býður Morgunblaðið upp á léttar veitingar að keppni lokinni.

Margir flokkar

Fjöldi keppnisflokka er í boði: Elite-flokkur, Junior-flokkur, U23-flokkur, U17-flokkur, U15-flokkur, U13-flokkur, Meistaraflokkur og Almenningsflokkur.

Nánari upplýsingar og skráning

mbl.is