Meistararnir unnu í tíu marka leik

Hart barist á ísnum á Akureyri í kvöld.
Hart barist á ísnum á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslandsmeistarar SA eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Hertz-deild karla í íshokkí en liðið vann 6:4-sigur á Fjölni í fjörugum markaleik í Skautahöll Akureyrar í kvöld.

Fjölnismenn komust óvænt í 2:0 í fyrstu lotunni með tveimur mörkum frá Kristjáni Kristinssyni en Gunnar Arason lagaði stöðuna í 2:1, sem var staðan eftir fyrstu lotu.

Emil Alengaard kom Fjölni í 3:1 áður en Hafþór Sigrúnarson minnkaði muninn í 3:2. Fjölnir náði hinsvegar aftur þriggja marka forskoti er Kristján Kristinsson skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Fjölnis. Gunnar Arason minnkaði muninn í 4:3 og Róbert Hafberg jafnaði í 4:4 áður en önnur lotan var öll.

Staðan var því jöfn fyrir fjórðu og síðustu lotuna, en þar var SA betra því Gunnar Arason skoraði sitt þriðja mark á 44. mínútu og Orri Blöndal gulltryggði sigurinn á 47. mínútu og þar við sat.

SA er með tvo sigra eftir tvo fyrstu leikina en Fjölnir var að leika sinn fyrsta leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert