Átján ára tapaði ekki setti og vann Opna bandaríska

Emma Raducanu gráti næst af gleði eftir að hafa tryggt …
Emma Raducanu gráti næst af gleði eftir að hafa tryggt sér sigur á Opna bandaríska mótinu í tennis í gærkvöldi. AFP

Enski tennisleikarinn Emma Raducanu skráði sig í sögubækurnar þegar hún vann ótrúlegan sigur á Opna bandaríska mótinu í gærkvöldi. Raducanu er aðeins 18 ára gömul og vann sinn fyrsta risatitil án þess að tapa setti á öllu mótinu.

Hún mætti hinni 19 ára gömlu Leyluh Fernandez frá Kanada í úrslitunum í gær og vann fyrra settið 6:4 og það síðara 6:3.

Raducanu er fyrsti tennisleikarinn í sögu Opins tennismóts sem vinnur risatitil eftir að hafa farið í gegnum undankeppni.

Hún er um leið yngsti Bretinn til að vinna risatitil og fyrsta breska konan sem vinnur slíkan titil í 44 ár, eða síðan Virginia Wade gerði það árið 1977.

Þá er Raducanu fyrsta konan sem vinnur Opna bandaríska án þess að tapa setti síðan Serena Williams gerði það árið 2014.

Raducanu með bikarinn glæsilega eftir sigurinn í gærkvöldi.
Raducanu með bikarinn glæsilega eftir sigurinn í gærkvöldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert