Djokovic átti ekki möguleika í úrslitunum

Novak Djokovic og Daniil Medvedev fallast í faðma eftir viðureignina …
Novak Djokovic og Daniil Medvedev fallast í faðma eftir viðureignina í gærkvöldi. AFP

Rússinn Daniil Medvedev vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Novak Djokovic í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í New York í gærkvöldi.

Djokovic sá aldrei til sólar og vann Medvedev öll þrjú settin; 6:4, 6:4 og 6:4.

Rússinn hafði tapað síðustu tveimur úrslitaleikjum sínum um risatitil en sýndi mikla ró og öryggi í úrslitum gærkvöldsins. Þetta var hans fyrsti risatitill í tennis en hann hefur þó unnið 13 titla í heild á ferlinum.

Á meðan lét Djokovic tilfinningar sínar bera sig ofurliði og gerði sig nokkrum sinnum sekan um byrjendamistök. Undir lokin grét hann, afar svekktur yfir frammistöðu sinni.

Medvedev fagnar sigrinum.
Medvedev fagnar sigrinum. AFP
mbl.is