500 manns í hverju hólfi

Umtalsvert fleiri stuðningsmenn mega mæta á kappleiki frá og með …
Umtalsvert fleiri stuðningsmenn mega mæta á kappleiki frá og með morgundeginum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem taka munu gildi á miðnætti og voru tilkynntar af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag verða almennar fjöldatakmarkanir færðar úr 200 upp í 500.

Þetta þýðir að hvert sóttvarnahólf á íþróttakappleikjum má nú taka við 500 áhorfendum.

Í knattspyrnu kvenna er keppni lokið í öllum deildum en fram undan er þó bikarúrslitaleikur og svo Evrópuleikir í Meistaradeildinni hjá Breiðabliki. Hjá körlunum fer deildunum brátt að ljúka og enn á eftir að spila nokkra leiki í bikarkeppninni.

Verður það að teljast fagnaðarefni fyrir stuðningsmenn að geta stutt við sín lið í auknum mæli í síðustu verkefnum tímabilsins.

Deildakeppni í handknattleik og körfuknattleik fara brátt að byrja hjá báðum kynjum og verður félögunum í þeim íþróttum sömuleiðis kleift að taka á móti dágóðum fjölda áhorfenda þegar tímabilin hefjast í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert