Meistararnir þétta raðirnar

Radoslaw Rybak stýrir liði Hamars en ekki er búist við …
Radoslaw Rybak stýrir liði Hamars en ekki er búist við að hann muni spila. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Karlalið Hamars í blaki hefur styrkt leikmannahópinn fyrir komandi vetur og samið við Tomek Leik sem kemur frá KPS Gietrzwald í Póllandi. 

Lið Hamars er Íslands- og bikarmeistari eftir frábært gengi síðasta vetur. Í tilkynningu frá Hamri kemur fram að Leik sé ætlað að fylla skarð Radoslaw Rybak, þjálfara liðsins, en hann gengdi stóru hlutverki innan sem utan vallar á síðustu leiktíð. Hann mun einbeita sér að þjálfun liðsins í vetur.

Leik er 26 ára og hefur alla tíð spilað í Póllandi. Hann er í leikmannahópi Hamars í kvöld  þegar Hamar og Afturelding mætast í Meistarakeppni Blaksambandsins í Varmá í Mosfellsbæ.

mbl.is