Fer á úrtökumót fyrir vetrarólympíuleikana

Aldís Kara Bergsdóttir keppir í Þýskalandi.
Aldís Kara Bergsdóttir keppir í Þýskalandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aldís Kara Bergsdóttir tekur þátt í úrtökumóti í listhlaupi á skautum sem hefst í Nebelhorn í Þýskalandi á morgun, þriðjudag, og stendur til laugardags.

Þetta er síðasta úrtökumótið fyrir vetrarólympíuleikana sem fram fara í Peking á næsta ári og í fyrsta sinn sem íslenskur keppandi fer á slíkt mót þar sem margir af þeim bestu í íþróttinni í heiminum taka þátt.

Aldís er á fyrsta ári í flokki fullorðinna og á að baki góðan feril í unglingaflokki þar sem hún setti fjölda Íslandsmeta og keppti fyrst Íslesndinga á heimsmeistaramóti unglinga á listskautum á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert