Uppbygging íþróttamannvirkja í nýjum stjórnarsáttmála

Landsliðs Íslands í körfuknattleik og handknattleik eru heimilislaus eftir að …
Landsliðs Íslands í körfuknattleik og handknattleik eru heimilislaus eftir að leki kom upp í Laugardalshöll í nóvember á síðasta ári. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Við erum búin að vinna alla heimavinnuna, bæði þegar kemur að innanhúsíþróttum, frjálsum íþróttum og svo knattspyrnunni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og íþróttamálaráðherra þegar hún var spurð út í stöðu mála á nýjum þjóðarleikvöngum.

„Það er því ekkert að vanbúnaði, annað en að taka næsta skref í þessum málum, og við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera núna til þess að uppfylla þessa alþjóðlegu staðla. Það verður svo vonandi mitt hlutverk að leiða þetta áfram því það þarf auðvitað ákveðin undirbúning fyrir svona verkefni. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir alla að við höldum áfram að fjárfesta í innviðum íþróttanna.

Þetta snýst fyrst og fremst um að ná öllum saman að borðinu og íþróttahreyfingin þarf líka að koma sér saman um verkefnið, ásamt sveitarfélaginu með heildarhagsmuni allra að leiðarljósi. Það eru allir meðvitaðir um það að þetta er mál sem þarf að leysa og það kemur ekki til greina að landsliðin okkar verði heimilislaus.“

Aðspurð segir Lilja að ríkið sé tilbúið að taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir svona framkvæmdum.

„Auðvitað hef ég fundið fyrir ákveðinni pressu úr íþróttahreyfingunni varðandi þennan málaflokk en það er ekkert nema jákvætt og nákvæmlega það sem íþróttahreyfingin á að gera. Það er svo okkar að koma hlutunum af stað og taka svo ákvörðun um framhaldið þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir.

Ég er fullviss um að við tökum ákveðin skref í átt að frekari uppbyggingu á næsta kjörtímabili þegar allt er orðið klappað og klárt. Við höfum skoðað nokkar sviðsmyndir þegar kemur fjármögnun og við og Ríkið erum alveg tilbúin að gera okkar þegar kemur að þessari uppbyggingu.“

Kemur til greina að setja uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja í nýjan stjórnarsáttmála, fari svo að þið verðið áfram í Ríkisstjórn á næsta kjörtímabili?

„Já, það er ekki nokkur spurning,“ bætti Lilja við.

Nánar er fjallað um málið á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðhera.
Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðhera. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »